Að leyfa sér að líða Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. maí 2019 10:00 Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun