Tæplega 600 fullorðnir bíða eftir greiningu á ADHD Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Samkvæmt erlendum rannsóknum eru 3-5 prósent fullorðinna einstaklinga með ADHD. Fréttablaðið/Daníel „Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Síðasta haust heyrði ég að það væri unnið markvisst að því að stytta biðlistann. Það kom mér því á óvart að heyra hversu langur biðtíminn er í dag. Þetta þýðir bara að það er ekki sett nægt fjármagn í þetta,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD-samtakanna, um langa bið eftir þjónustu ADHD-teymis Landspítala. Teymið, sem tók til starfa í ársbyrjun 2013, sinnir greiningum og meðferð fullorðinna einstaklinga. Í teyminu eru þrjú og hálft stöðugildi sálfræðinga en þar að auki vinna þrír geðlæknar með því. Eins og staðan er í dag er bið eftir þjónustu teymisins almennt upp undir tvö og hálft ár en alls eru 573 einstaklingar á biðlista. „Við erum líka með forgangslista fyrir þá einstaklinga sem við teljum að séu í mestri þörf fyrir greiningu fljótt. Þar er biðtíminn umtalsvert styttri. Þarna er til dæmis ungt fólk sem er strand í námi eða vinnu,“ segir Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri. Unnur segir að auðvitað vildu þau gjarnan geta stækkað og eflt teymið en möguleikarnir séu takmarkaðir. Hún segir að strax við stofnun teymisins hafi myndast langur biðlisti sem ekki hafi tekist að vinda ofan af. „Við erum að fá um 25 til 30 beiðnir á mánuði en greiningarnar taka mislangan tíma. Þetta er oft flókið þar sem við erum með fullorðna einstaklinga með langa sögu. Hjá öðrum er þetta meira borðleggjandi.“ Unnur segir að teymið anni um tvö hundruð greiningum á ári. Um 70 til 75 prósent þeirra sem vísað er í teymið koma jákvætt út úr skimun og fara í fulla greiningu. Af þeim hópi fá 75 til 80 prósent ADHD-greiningu. Vilhjálmur telur það ekki raunhæft að teymið geti tekið við öllum greiningum. „Það gengur bara ekki upp. Það þarf auðvitað að efla teymið en samhliða því þarf að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga. Það getur tekið kúfinn af þessum biðlista því margir þurfa fyrst og fremst að fá greininguna staðfesta,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að það eitt og sér myndi hafa mjög mikil áhrif. „Það væri hægt að minnka lyfjagjöf, til dæmis kvíðalyf og þunglyndislyf, og grípa inn í vanda sem er kannski smávægilegur á frumstigi en miklu erfiðari þegar fólk er greint seint. Ég þekki mikið af fólki í slíkri stöðu en fyrstu mánuðina er eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina. Fólk spyr hvers vegna þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.“ Sjálfur fékk Vilhjálmur ekki greiningu fyrr en hann var 33 ára. „Ég var aldrei í sömu vinnunni í lengur en eitt og hálft ár áður en ég fékk greiningu. Ég áttaði mig ekkert á því af hverju en þetta var bara afleiðing af ómeðvituðu ógreindu ADHD.“ Tíu árum eftir greiningu fór Vilhjálmur í mastersnám. „Þá var ég búinn að átta mig á því hvers vegna sumt virkaði fyrir mig og ég gat fínpússað það. Þá skildi ég loksins hvað var í gangi og reyni að haga mér eftir því. Stundum nýti ég mér þetta til góðs en á vondum dögum getur þetta þvælst mikið fyrir mér,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira