Ársreikningur veldur harðvítugum deilum Ari Brynjólfsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, var ekki sátt við að undirrita ársreikninginn. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira