Ársreikningur veldur harðvítugum deilum Ari Brynjólfsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, var ekki sátt við að undirrita ársreikninginn. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira