Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2019 06:45 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira