Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 20:00 Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira