Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 06:45 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32