Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 06:45 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32