Nefndin mun ekkert aðhafast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2019 07:15 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Þetta kemur fram í gögnum á vef Alþingis sem birtust síðdegis í gær. Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að hafa hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni hans gagnvart konunni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar. Í lok síðasta mánaðar settist hann svo aftur á þing og kvaðst breyttur maður. Kemur í svari siðanefndar til forsætisnefndar fram að eins og málið liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín“. Er þar meðal annars vísað til þess að erindið hafi ekki verið rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Auk þess hafi sá sem beindi erindi sínu til forsætisnefndar verið alls ótengdur málinu og þá hafi konan sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki leitað til forsætisnefndar. Þá verði einnig að hafa í huga sérstöðu slíkra mála. Vegna þessa telur siðanefnd að málið verði ekki vel rekið fyrir siðanefnd. Taki hún málið til umfjöllunar muni hún m.a. þurfa að afla upplýsinga frá aðila sem ekki hefur óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókun forsætisnefndar kemur fram að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfylkingin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira