„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:47 Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Vísir/Valgarður Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Þetta segir Rakel Garðarsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtökin Vakandi, sem var gestur í útvarpsþættinum Bítið í morgun. Loftslagsbreytingar eru ungu fólki mikið áhyggjuefni en ungt fólk um allan heim hefur tekið þátt í hinum svokölluðu skólaverkföllum sem hafa farið fram síðustu föstudaga. Kannanir sýna að loftslagsmál eru efst á lista yfir þau mál sem valda ungu fólki miklum áhyggjum og kvíða. „Sem er reyndar hræðilegt,“ segir Rakel. Í fyrirlestrum um umhverfismál fyrir ungt fólk segist hún oft fjalla um loftslagskvíða ungmenna. Hún segir að það skjóti skökku við að velta vandamálinu yfir á krakka. Á sama tíma segist hún fagna því að ungt fólk sé upplýst um málið. „Eins og Greta Thunberg, sem er sænsk, 16 ára og tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Hún er frábær og þetta er allt gott og blessað en það er einmitt að koma þessi kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað. Mér finnst frekar bara að við, sem erum eldri, við berum ábyrgð á þeim og við berum ábyrgð á að leysa þetta fyrir þau. Það er auðvitað sjálfsagt að þau séu upplýst um þetta en ekki að þau haldi að það sé annað hvort að koma heimsendir eða að þau þurfi að redda málunum fyrir okkur hin. Það er ekki hægt,“ segir Rakel.Auðveldast að hætta að henda mat Rakel segir að það sé ennþá von og enn hægt að snúa við þróuninni en til þess þyrftum við öll að taka höndum saman. „Það þarf heldur ekkert að vera svo rosalega flókið að taka fyrstu skrefin.“ Það sé mjög auðvelt að láta til sín taka í baráttunni gegn matarsóun en 8% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá matarsóun. Hún segir að það sé með því auðveldasta sem hægt sé að gera fyrir umhverfið en viðurkennir að það geti verið flóknara að skipta um orku og draga úr flugi. „Að hætta að henda mat er það auðveldasta sem við getum gert og þess vegna er eiginlega fáránlegt að við séum ennþá að henda mat“. Rakel sér fyrir sér að framlag Íslands til umhverfismála í heiminum sé að vera öðrum löndum fyrirmynd. Það hefði smitandi áhrif ef Ísland myndi taka afdráttarlausar ákvarðanir á sviði umhverfis-og loftslagsmála, til dæmis væri hægt að leggja bann við pálmaolíu á Íslandi.Sir David Attenborough lætur til sín taka í baráttunni við lofslagsbreytingar.Getty/Samir Hussein„Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra“ Rakel segir að það sé mikilvægt að ríki heims kjósi sér góða leiðtoga sem með hegðun sinni setji gott fordæmi. Það sé ekki til eftirbreytni þegar leiðtogar beini þeim tilmælum til almennings að flokka, hætta að nota plast og nota umhverfisvænni ferðamáta ef þeir sjálfir séu í sífellu að fljúga á milli heimshluta og sumir jafnvel á einkaþotum. „Það er eins og með ráðstefnur og fyrirlestra og svona og maður spyr sig, nú er árið 2019, er ekki hægt að taka eitthvað af þessum fundum á skype? Ég skil alveg að fólk þurfi stundum að hittast og ég skil alveg að við búum á eyju og þurfum stundum að fara í frí en það þarf kannski ekki að fara tíu sinnum á ári á einhverjar ráðstefnur,“ segir Rakel sem bendir á að leiðtoginn sem fer í ótal flugferðir sendi ekki nógu góð skilaboð til samfélagsins. „Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra. Fólk lítur upp til hans, það metur hann og ekki mætir hann á einkaþotu.“ Hún segir að leiðtogahlutverk foreldra skipti líka miklu máli. Þeir þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi. „Það er rangt að kenna unglingi að fara betur með umhverfið sitt og svo er hann sóttur á einhverjum bensín eða díselbíl og enginn flokkar rusl heima og matnum hent ofan í ruslið.“ Bítið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Þetta segir Rakel Garðarsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtökin Vakandi, sem var gestur í útvarpsþættinum Bítið í morgun. Loftslagsbreytingar eru ungu fólki mikið áhyggjuefni en ungt fólk um allan heim hefur tekið þátt í hinum svokölluðu skólaverkföllum sem hafa farið fram síðustu föstudaga. Kannanir sýna að loftslagsmál eru efst á lista yfir þau mál sem valda ungu fólki miklum áhyggjum og kvíða. „Sem er reyndar hræðilegt,“ segir Rakel. Í fyrirlestrum um umhverfismál fyrir ungt fólk segist hún oft fjalla um loftslagskvíða ungmenna. Hún segir að það skjóti skökku við að velta vandamálinu yfir á krakka. Á sama tíma segist hún fagna því að ungt fólk sé upplýst um málið. „Eins og Greta Thunberg, sem er sænsk, 16 ára og tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Hún er frábær og þetta er allt gott og blessað en það er einmitt að koma þessi kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað. Mér finnst frekar bara að við, sem erum eldri, við berum ábyrgð á þeim og við berum ábyrgð á að leysa þetta fyrir þau. Það er auðvitað sjálfsagt að þau séu upplýst um þetta en ekki að þau haldi að það sé annað hvort að koma heimsendir eða að þau þurfi að redda málunum fyrir okkur hin. Það er ekki hægt,“ segir Rakel.Auðveldast að hætta að henda mat Rakel segir að það sé ennþá von og enn hægt að snúa við þróuninni en til þess þyrftum við öll að taka höndum saman. „Það þarf heldur ekkert að vera svo rosalega flókið að taka fyrstu skrefin.“ Það sé mjög auðvelt að láta til sín taka í baráttunni gegn matarsóun en 8% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá matarsóun. Hún segir að það sé með því auðveldasta sem hægt sé að gera fyrir umhverfið en viðurkennir að það geti verið flóknara að skipta um orku og draga úr flugi. „Að hætta að henda mat er það auðveldasta sem við getum gert og þess vegna er eiginlega fáránlegt að við séum ennþá að henda mat“. Rakel sér fyrir sér að framlag Íslands til umhverfismála í heiminum sé að vera öðrum löndum fyrirmynd. Það hefði smitandi áhrif ef Ísland myndi taka afdráttarlausar ákvarðanir á sviði umhverfis-og loftslagsmála, til dæmis væri hægt að leggja bann við pálmaolíu á Íslandi.Sir David Attenborough lætur til sín taka í baráttunni við lofslagsbreytingar.Getty/Samir Hussein„Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra“ Rakel segir að það sé mikilvægt að ríki heims kjósi sér góða leiðtoga sem með hegðun sinni setji gott fordæmi. Það sé ekki til eftirbreytni þegar leiðtogar beini þeim tilmælum til almennings að flokka, hætta að nota plast og nota umhverfisvænni ferðamáta ef þeir sjálfir séu í sífellu að fljúga á milli heimshluta og sumir jafnvel á einkaþotum. „Það er eins og með ráðstefnur og fyrirlestra og svona og maður spyr sig, nú er árið 2019, er ekki hægt að taka eitthvað af þessum fundum á skype? Ég skil alveg að fólk þurfi stundum að hittast og ég skil alveg að við búum á eyju og þurfum stundum að fara í frí en það þarf kannski ekki að fara tíu sinnum á ári á einhverjar ráðstefnur,“ segir Rakel sem bendir á að leiðtoginn sem fer í ótal flugferðir sendi ekki nógu góð skilaboð til samfélagsins. „Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra. Fólk lítur upp til hans, það metur hann og ekki mætir hann á einkaþotu.“ Hún segir að leiðtogahlutverk foreldra skipti líka miklu máli. Þeir þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi. „Það er rangt að kenna unglingi að fara betur með umhverfið sitt og svo er hann sóttur á einhverjum bensín eða díselbíl og enginn flokkar rusl heima og matnum hent ofan í ruslið.“
Bítið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30