Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:21 Kolbeinn segir Sigmund hafa átt að kynna sér þriðja orkupakkann á forsætisráðherra tíð sinni. VÍSIR/EYÞÓR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitar að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. Sigmundur hefur lýst harðri andstöðu við þriðja orkupakkann og hefur flokkur hans lýst yfir andstöðu við orkupakkann. Sigmundur var gestur í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld þar sem hann sagði sérkennilegt að einu rök sem stuðningsmenn þriðja orkupakkans hefðu fyrir honum væru þau að ekki hafi verið komið í veg fyrir hann áður en hann varð til. Sigmundur sagði þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af fundi utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, og sagði Sigmundur komu hans „óvænta uppákomu,“ sem átti að vera óvæntan glaðning á fundi sem ekki var á fundardagskrá. Hann sagði alla þingmenn flokksins hafa verið á hinum ýmsu fundum og hefðu þeir vitað af fundi utanríkisnefndar hafi þeir að sjálfsögðu viljað vera þar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Facebook færslu að til fundarins hafi verið boðað í tölvupósti og SMS-skilaboðum á miðvikudag og sagði Miðflokksmenn hafa gleymt fundinum eða kosið að mæta ekki. Hann var auk þess auglýstur á vef Alþingis á miðvikudag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, deildi mynd á Facebook í gær, af tölvupóstinum sem utanríkismálanefnd barst með fundarboði. Sigmundur sagði þriðja orkupakkann ekki hafa komið inn í svokallaða EES-nefnd fyrr en 2017, eftir að hann vék sem forsætisráðherra, en þá hafi Norðmenn lýst yfir miklum efasemdum og þeir hafi „afgreitt þriðja orkupakkann með miklum fyrirvörum sem virðast ekki hafa haldið.“ Noregur, ásamt Íslandi og Liechtenstein gaf út yfirlýsingu, sem kynnt var fyrir ríkisstjórn í gær, þess efnis að sérstaða Íslands í raforkumálum hefði þau áhrif að ákvæði þriðja orkupakkans sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri hefðu enga raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan sæstrengur væri ekki til staðar. „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir yfirlýsinguna ekki skapa Íslandi ný sjálfstæð réttindi eða skyldur, „aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Bjarni sagði jafnframt að halda mætti því fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna, utanríkisráðherra og framkvæmdarstjóra orkumála ESB fæli í sér samkomulag sem taka ætti tillit til lögskýringa samkvæmt þjóðarétti. Sigmundur sagðist ekki hafa gert athugasemdir við þriðja orkupakkann á meðan hann sat sem forsætisráðherra vegna þess að hundruð EES-mála hafi verið í gangi og hann hafi ekki getað fylgst með þeim öllum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, svaraði þessu á Facebook síðu sinn í gær og benti á að Sigmundur hafi setið í Íslandsdeild EFTA árin 2009 til 2011 og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES 2011-2013 þar sem þeir þingmenn sem sátu í nefndunum hefðu vel getað kynnt sér þriðja orkupakkann þar sem hann var samþykktur af ESB árið 2009. Í nóvember 2014 samþykkti EFTA-ráðið ályktun um mikilvægi þess að flýta innleiðingu orkupakkans og hafi fulltrúar Íslands setið þann fund, en Sigmundur Davíð var forsætisráðherra þá og Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir hans, utanríkisráðherra. Í kjölfarið hafi langar viðræður um orkupakkann átt sér stað sem Ísland tók fullan þátt í. „Hafi Sigmundur Davíð sem forsætisráðherra ekki vitað af þeim og því ekki haft fyrir því að koma sínum athugasemdum og áherslum inn í viðræðurnar um þann mikla háska sem íslenskri þjóð stafaði af þriðja orkupakkanum, tja þá var hann ekki góður forsætisráðherra, sagði í Facebook færslu Kolbeins. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitar að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. Sigmundur hefur lýst harðri andstöðu við þriðja orkupakkann og hefur flokkur hans lýst yfir andstöðu við orkupakkann. Sigmundur var gestur í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld þar sem hann sagði sérkennilegt að einu rök sem stuðningsmenn þriðja orkupakkans hefðu fyrir honum væru þau að ekki hafi verið komið í veg fyrir hann áður en hann varð til. Sigmundur sagði þingmenn Miðflokksins ekki hafa verið látnir vita af fundi utanríkismálanefndar með Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, og sagði Sigmundur komu hans „óvænta uppákomu,“ sem átti að vera óvæntan glaðning á fundi sem ekki var á fundardagskrá. Hann sagði alla þingmenn flokksins hafa verið á hinum ýmsu fundum og hefðu þeir vitað af fundi utanríkisnefndar hafi þeir að sjálfsögðu viljað vera þar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Facebook færslu að til fundarins hafi verið boðað í tölvupósti og SMS-skilaboðum á miðvikudag og sagði Miðflokksmenn hafa gleymt fundinum eða kosið að mæta ekki. Hann var auk þess auglýstur á vef Alþingis á miðvikudag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, deildi mynd á Facebook í gær, af tölvupóstinum sem utanríkismálanefnd barst með fundarboði. Sigmundur sagði þriðja orkupakkann ekki hafa komið inn í svokallaða EES-nefnd fyrr en 2017, eftir að hann vék sem forsætisráðherra, en þá hafi Norðmenn lýst yfir miklum efasemdum og þeir hafi „afgreitt þriðja orkupakkann með miklum fyrirvörum sem virðast ekki hafa haldið.“ Noregur, ásamt Íslandi og Liechtenstein gaf út yfirlýsingu, sem kynnt var fyrir ríkisstjórn í gær, þess efnis að sérstaða Íslands í raforkumálum hefði þau áhrif að ákvæði þriðja orkupakkans sem varða viðskipti og gunnvirki fyrir raforku yfir landamæri hefðu enga raunhæfa þýðingu fyrir Ísland á meðan sæstrengur væri ekki til staðar. „Ákvæði þriðja orkupakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ segir í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna. Bjarni Már Magnússon, dósent og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, segir yfirlýsinguna ekki skapa Íslandi ný sjálfstæð réttindi eða skyldur, „aftur á móti er vert að benda á að í þjóðarétti er skýrt að aðilar að milliríkjasamningi geta komið sér saman um hvernig beri að skýra ákvæði samnings, einhvern þátt sem tengist samningi eða hvernig beri að framkvæma hann.“ Bjarni sagði jafnframt að halda mætti því fram að yfirlýsing EFTA-ríkjanna, utanríkisráðherra og framkvæmdarstjóra orkumála ESB fæli í sér samkomulag sem taka ætti tillit til lögskýringa samkvæmt þjóðarétti. Sigmundur sagðist ekki hafa gert athugasemdir við þriðja orkupakkann á meðan hann sat sem forsætisráðherra vegna þess að hundruð EES-mála hafi verið í gangi og hann hafi ekki getað fylgst með þeim öllum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, svaraði þessu á Facebook síðu sinn í gær og benti á að Sigmundur hafi setið í Íslandsdeild EFTA árin 2009 til 2011 og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og EES 2011-2013 þar sem þeir þingmenn sem sátu í nefndunum hefðu vel getað kynnt sér þriðja orkupakkann þar sem hann var samþykktur af ESB árið 2009. Í nóvember 2014 samþykkti EFTA-ráðið ályktun um mikilvægi þess að flýta innleiðingu orkupakkans og hafi fulltrúar Íslands setið þann fund, en Sigmundur Davíð var forsætisráðherra þá og Gunnar Bragi Sveinsson, flokksbróðir hans, utanríkisráðherra. Í kjölfarið hafi langar viðræður um orkupakkann átt sér stað sem Ísland tók fullan þátt í. „Hafi Sigmundur Davíð sem forsætisráðherra ekki vitað af þeim og því ekki haft fyrir því að koma sínum athugasemdum og áherslum inn í viðræðurnar um þann mikla háska sem íslenskri þjóð stafaði af þriðja orkupakkanum, tja þá var hann ekki góður forsætisráðherra, sagði í Facebook færslu Kolbeins.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd. 9. maí 2019 19:45
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
EFTA-ríkin árétta sérstaklega sérstöðu Íslands í orkumálum Sérstaða íslensks orkumarkaðar er áréttuð í yfirlýsingu EFTA-ríkjanna í sameiginlegu EES-nefndinni. Þar segir að þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á yfirráð ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum. 11. maí 2019 07:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
EFTA-ríkin lýsa yfir sérstöðu Íslands í raforkumálum Sameiginleg yfirlýsing Íslands, Noregs og Liechtenstein um sérstöðu Íslands á raforkumarkaði ESB var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 10. maí 2019 18:15