Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 06:15 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara á undirskrift ársreikning borgarinnar. Slíkt er ekki algengt en er gert þegar stjórnarmenn telja vankanta á ársreikningum. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira