Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 08:30 Frá ráðstefnunni í gær. Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent