Leggja til að þriðji orkupakkinn verði færður aftast á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2019 16:48 Frá þingfundi í gær þar sem þingmenn Miðflokksins ræddu þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins, leggja til að flokkarnir sem sæti eiga á þingi setjist nú að samningaborðinu og semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi. Innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greinir frá tillögu flokkanna á Facebook-síðu sinni. Hann segir mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hafi algjörlega mistekist að höggva á hnútinn. „Undanfarnar vikur hefur staðið yfir málþóf níu þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann sem komið hefur í veg fyrir þinglega meðferð allra annarra mála. Það er gagnrýnivert að mörg stór mál ríkisstjórnarinnar hafa komið allt of seint fram, þar á meðal innleiðing þriðja orkupakkans, auk þess sem enn er beðið eftir nýrri fjármálastefnu og breyttri fjármálaáætlun. Mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hefur mistekist algjörlega að höggva á þennan hnút. Undir liggja miklir hagsmunir almennings og ótækt annað en að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, fái tækifæri til að sinna þessum verkefnum í þágu kjósenda af fullum krafti. Því leggja eftirfarandi flokkar fram þá lausn að flokkarnir semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða og innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þessa þings,“ segir Logi á Facebook-síðu sinni en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins, leggja til að flokkarnir sem sæti eiga á þingi setjist nú að samningaborðinu og semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi. Innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greinir frá tillögu flokkanna á Facebook-síðu sinni. Hann segir mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hafi algjörlega mistekist að höggva á hnútinn. „Undanfarnar vikur hefur staðið yfir málþóf níu þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann sem komið hefur í veg fyrir þinglega meðferð allra annarra mála. Það er gagnrýnivert að mörg stór mál ríkisstjórnarinnar hafa komið allt of seint fram, þar á meðal innleiðing þriðja orkupakkans, auk þess sem enn er beðið eftir nýrri fjármálastefnu og breyttri fjármálaáætlun. Mörg gríðarlega mikilvæg mál bíða afgreiðslu og vandséð hvenær þau fái þinglega meðferð. Stjórnarmeirihlutanum hefur mistekist algjörlega að höggva á þennan hnút. Undir liggja miklir hagsmunir almennings og ótækt annað en að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, fái tækifæri til að sinna þessum verkefnum í þágu kjósenda af fullum krafti. Því leggja eftirfarandi flokkar fram þá lausn að flokkarnir semji um afgreiðslu þeirra mála sem bíða og innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þessa þings,“ segir Logi á Facebook-síðu sinni en færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35