Engin viðhorfsbreyting orðið til Mannréttindadómstóls Evrópu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Lyklaskipti voru höfð í ráðuneytinu 14. mars sl. Fréttablaðið/Stefán Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira