Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði fer vaxandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 11:47 Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í vetur. Borðinn er á ensku en fjöldi erlendra starfsmanna er í stéttarfélaginu og lögðu niður störf í verkföllum. vísir/vilhelm Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði hefur farið vaxandi í öllum landshlutum frá fyrsta ársfjórðungi 2013 að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir að að jafnaði voru 192.232 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára starfandi samkvæmt skrám á fyrsta fjórðungi 2019. „Af þeim voru konur 90.315, eða 47,0% og karlar 101.918, eða 53,0%. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019, eða 19,2% af öllum starfandi. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%,“ segir á vef Hagstofunnar. Hlutfall innflytjenda af fjölda starfandi var á fyrsta ársfjórðungi í ár hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum og hafði aukist frá fyrsta ársfjórðungi 2016. Lægst er hlutfallið á Norðvesturlandi. Sjá einnig:Íslendingar beðnir um að sýna erlendu starfsfólki velvild og þolinmæðiÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/vilhelmÁnægjulegt að sjá þessar tölur Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi þessar tölur undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Hann sagði mjög ánægjulegt að sjá tölurnar og einnig ánægjulegt að sjá þróunina vera eins um land allt. „Í frétt Hagstofunnar í morgun kemur fram sú mjög svo athyglisverða staðreynd að innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði eru orðnir tæplega 40.000. Þeim hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum 15 árum og telja nú alls nærri fimmtung íslensks vinnumarkaðar. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að innflytjendur hafi staðið undir stórum hluta þess efnahagsuppgangs sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum árum,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði tölfræðina undirstrika mikilvægi innflytjenda fyrir íslenskt atvinnulíf og ómetanlegt framlag þeirra til efnahagsuppgangsins hér á landi. Tölurnar undirstriki einnig að hlúa vel að málefnum innflytjenda og tryggja börnum innflytjenda góða og öfluga menntun, ekki hvað síst í íslensku, þótt ekki megi gleyma móðurmálinu. Þingmaðurinn setti þetta síðan í samhengi við umræðuna um þær áskoranir sem fylgja öldrun íslensku þjóðarinnar og að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði á móti hlutfalli þeirra sem eru komnir á eftirlaun fari fækkandi. „Þar af leiðandi þurfi jafnvel að grípa til mótvægisaðgerða eins og að hækka lífeyrisaldur og svo mætti áfram telja, og auðvitað að meiri áskorun muni felast í því að standa undir vaxandi heilbrigðiskostnaði þjóðarinnar. Þessi þróun undirstrikar einmitt að það er ekki óhjákvæmilegur veruleiki. Staðreyndin er raunar sú að á undanförnum árum hefur hlutfall starfandi á móti hlutfalli þeirra sem komnir eru á eftirlaun lítið breyst, einmitt vegna stóraukinnar fjölgunar innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði sem standa svo sannarlega undir batnandi lífskjörum þjóðarinnar af miklum myndarbrag,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira