Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 10:45 Áfram verður ódýrar að kaupa miða báðar leiðir með Flugrútunni. Miði fram og til baka kostar nú 6499. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira