Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 08:43 Netanjahú hótaði að leysa upp þingið gefi einn væntanlegra samstarfsflokka í ríkisstjórn ekki eftir. Vísir/EPA Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30
Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24