Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:24 Ekkert þing, ekkert vandamál. Trump reiðir sig á neyðaryfirlýsingar til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins. Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins.
Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12