Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira