„Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um niðurstöðu Persónuverndar í svokölluðu Klaustursmáli.
Persónuvernd úrskurðaði í gær um að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali Miðflokksmanna á Klaustri bar í nóvember hefði farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Báru er gert að eyða upptökunni og senda Persónuvernd staðfestingu á því. Báru er hins vegar ekki gert að greiða sekt.
Að öðru leyti segist Sigmundur ekki hafa náð að spá mikið í málið vegna umræðunnar í þinginu sem nú fer fram vegna innleiðingar EES-tilskipunar um hinn svokallaða þriðja orkupakka.
Þar hafa Miðflokksmenn farið mikinn og ekkert lát virðist á, en umræða um málið stóð enn yfir á aukaþingfundi þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöldi.
Segist ánægður með úrskurðinn
Ólöf Skaftadóttir skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent