Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. Fréttablaðið/Pjetur Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson. Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari á Sauðárkróki, hefur fengið inngöngu í Stanford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum HundrED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhaldsnám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undanskildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frumkvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni, skólaþróun og nýsköpun á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“Ingvi Hrannar ÓmarssonaðsendÞar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasambandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitarfélagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikilvægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að efla menntun íslenskra skólabarna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þannig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ingvi Hrannar Ómarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira