Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 11:03 Þýski bankinn Deutsche Bank er stærsti skuldadrottinn Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/EPA Stjórnendur Deutsche Bank höfnuðu tillögum sérfræðinga bankans í peningaþvætti um að þeir skyldu tilkynna grunsamlegar millifærslur sem tengdust Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasyni hans, til eftirlitsstofnana. Bankinn hefur lánað Trump og Kushner milljarða dollara undanfarin ár.New York Times hefur eftir fimm núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Deutsche Bank að sérfræðingar bankans hafi komið auga á fjölda fjármálahreyfinga sem tengdust fyrirtækjum Trump og Kushner sem þeir töldu rétt að tilkynna til fjárglæpadeildar bandaríska dómsmálaráðuneytisins árin 2016 og 2017. Tölvukerfi bankans sem á að greina ólöglegar færslur flaggaði viðskiptin og starfsmenn bankans undirbjuggu svonefndar skýrslur um grunsamlegt athæfi. Yfirboðarar þeirra hafi aftur á móti virt þær ráðleggingar að vettugi og færslurnar voru því aldrei tilkynntar til yfirvalda. Sumar færslnanna tengdust góðgerðasjóði Trump sem síðan hefur verið leystur upp. Einhverjar þeirra eru sagðar hafa verið grunsamlegar millifærslur fram og til baka á milli fyrirtækja Trump og Kushner annars vegar og erlendra einstaklinga eða fyrirtækja hins vegar. Bandaríska blaðið tekur fram að það eitt að bankastarfsmenn hafi flaggað færslurnar þýði ekki endilega að þær hafi verið ólöglegar og bankar ákveða stundum að tilkynna þær ekki telji þeir ekki tilefni til þess. Þá þekkist það að fasteignafyrirtæki eins og þau sem Trump og Kushner hafa rekið eigi í viðskiptum við erlenda aðila þar sem greitt sé með reiðufé. Bankastarfsmennirnir sem New York Times ræddi við telja aftur á móti að ástæðan fyrir því að færslur Trump og Kushner hafi ekki við tilkynntar til yfirvalda hafi verið almennt værukær afstaða stjórnenda Deutsche Bank til peningaþvættis. Þeir hafi reglulega hunsað lögmætum ábendingum um grunsamlegar færslur til að vernda samband sitt við mikilvæga viðskiptavini. „Þetta er Deutsche Bank-hátturinn. Þeir eru gjarnir á að afskrifa allt,“ segir Tammy McFadden, fyrrverandi sérfræðingur í peningaþvætti hjá Deutsche Bank. Hún fór sjálf yfir nokkrar færslnanna sem tengdust Trump og Kushner. Hún segist hafa verið rekin í fyrra eftir að hún lýsti áhyggjum af framferði bankans.Trump og Kushner (t.h.) eru báðir í fasteignabransanum. Færslurnar sem voru taldar grunsamlegar voru á milli fyrirtækja þeirra og erlendra aðila, þar á meðal Rússa.Vísir/EPAÓvanalegt að svo margar ábendingar séu hunsaðar Á meðal færslnanna sem McFadden vildu tilkynna voru fjárhæðir sem fóru frá fyrirtæki Kushner til rússneskra einstaklinga. McFadden sá meðal annars ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um þær í ljósi þess að bandarísk eftirlitsstofnun hafði skipað bankanum að fylgjast betur með grunsamlegum greiðslum eftir að hann var staðinn að því að þvætta milljarða dollara fyrir Rússa. Færslur sem tengdust nokkrum lögaðilum í eigu Trump voru einnig taldar grunsamlegar eftir að hann tók við sem forseti. Tilkynningar um þær voru ekki sendar yfirvöldum. Starfsmenn Deutsche Bank sem New York Times ræddi við sögðu óvanalegt að stjórnendur hunsuðu fjölda ábendinga um sama viðskiptavininn. Talsmaður Deutsche Bank segir að starfsmönnum bankans hafi aldrei verið meinað að fylgja eftir grunsemdum um færslur. Talsmaður Trump-fyrirtækisins segist ekki hafa vitneskju um neinar grunsamlegar færslur sem fóru í gegnum Deutsche Bank. Talsmaður fyrirtækja Kushner segir að ásakanir um mögulegt peningaþvætti í gengum Deutsche Bank séu uppspuni. Deutsche Bank er ein fárra stórra fjármálastofnana sem hefur verið tilbúin að lána Trump stórar upphæðir þrátt fyrir röð gjaldþrota fyrirtækja hans undanfarna tvo áratugi. Þegar Trump varð forseti er hann sagður hafa skuldað þýska bankanum um 300 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 37 milljarða íslenskra króna. Nokkrar rannsóknir standa yfir á fjármálum Trump og hafa forsetinn og fjölskylda hans stefnt bankanum í tilraun til að koma í veg fyrir að hann afhendi rannsakendum gögn um fjármál þeirra. Umfangsmikil peningaþvættismál hafa skekið stóra banka víða um heim undanfarin misseri. Breski bankinn HSBC greiddi 1,9 milljarða dollara í sekt til að komast hjá saksókn fyrir að hafa leyft mexíkóskum glæpagengjum að þvætta hundruð milljóna dollara í það minnsta í útibúum bankans þar árið 2012. Á Norðurlöndunum hafa bankar eins og Danske bank, Swedbank og Nordea verið sakaðir um stórfellt peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur Deutsche Bank höfnuðu tillögum sérfræðinga bankans í peningaþvætti um að þeir skyldu tilkynna grunsamlegar millifærslur sem tengdust Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasyni hans, til eftirlitsstofnana. Bankinn hefur lánað Trump og Kushner milljarða dollara undanfarin ár.New York Times hefur eftir fimm núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Deutsche Bank að sérfræðingar bankans hafi komið auga á fjölda fjármálahreyfinga sem tengdust fyrirtækjum Trump og Kushner sem þeir töldu rétt að tilkynna til fjárglæpadeildar bandaríska dómsmálaráðuneytisins árin 2016 og 2017. Tölvukerfi bankans sem á að greina ólöglegar færslur flaggaði viðskiptin og starfsmenn bankans undirbjuggu svonefndar skýrslur um grunsamlegt athæfi. Yfirboðarar þeirra hafi aftur á móti virt þær ráðleggingar að vettugi og færslurnar voru því aldrei tilkynntar til yfirvalda. Sumar færslnanna tengdust góðgerðasjóði Trump sem síðan hefur verið leystur upp. Einhverjar þeirra eru sagðar hafa verið grunsamlegar millifærslur fram og til baka á milli fyrirtækja Trump og Kushner annars vegar og erlendra einstaklinga eða fyrirtækja hins vegar. Bandaríska blaðið tekur fram að það eitt að bankastarfsmenn hafi flaggað færslurnar þýði ekki endilega að þær hafi verið ólöglegar og bankar ákveða stundum að tilkynna þær ekki telji þeir ekki tilefni til þess. Þá þekkist það að fasteignafyrirtæki eins og þau sem Trump og Kushner hafa rekið eigi í viðskiptum við erlenda aðila þar sem greitt sé með reiðufé. Bankastarfsmennirnir sem New York Times ræddi við telja aftur á móti að ástæðan fyrir því að færslur Trump og Kushner hafi ekki við tilkynntar til yfirvalda hafi verið almennt værukær afstaða stjórnenda Deutsche Bank til peningaþvættis. Þeir hafi reglulega hunsað lögmætum ábendingum um grunsamlegar færslur til að vernda samband sitt við mikilvæga viðskiptavini. „Þetta er Deutsche Bank-hátturinn. Þeir eru gjarnir á að afskrifa allt,“ segir Tammy McFadden, fyrrverandi sérfræðingur í peningaþvætti hjá Deutsche Bank. Hún fór sjálf yfir nokkrar færslnanna sem tengdust Trump og Kushner. Hún segist hafa verið rekin í fyrra eftir að hún lýsti áhyggjum af framferði bankans.Trump og Kushner (t.h.) eru báðir í fasteignabransanum. Færslurnar sem voru taldar grunsamlegar voru á milli fyrirtækja þeirra og erlendra aðila, þar á meðal Rússa.Vísir/EPAÓvanalegt að svo margar ábendingar séu hunsaðar Á meðal færslnanna sem McFadden vildu tilkynna voru fjárhæðir sem fóru frá fyrirtæki Kushner til rússneskra einstaklinga. McFadden sá meðal annars ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um þær í ljósi þess að bandarísk eftirlitsstofnun hafði skipað bankanum að fylgjast betur með grunsamlegum greiðslum eftir að hann var staðinn að því að þvætta milljarða dollara fyrir Rússa. Færslur sem tengdust nokkrum lögaðilum í eigu Trump voru einnig taldar grunsamlegar eftir að hann tók við sem forseti. Tilkynningar um þær voru ekki sendar yfirvöldum. Starfsmenn Deutsche Bank sem New York Times ræddi við sögðu óvanalegt að stjórnendur hunsuðu fjölda ábendinga um sama viðskiptavininn. Talsmaður Deutsche Bank segir að starfsmönnum bankans hafi aldrei verið meinað að fylgja eftir grunsemdum um færslur. Talsmaður Trump-fyrirtækisins segist ekki hafa vitneskju um neinar grunsamlegar færslur sem fóru í gegnum Deutsche Bank. Talsmaður fyrirtækja Kushner segir að ásakanir um mögulegt peningaþvætti í gengum Deutsche Bank séu uppspuni. Deutsche Bank er ein fárra stórra fjármálastofnana sem hefur verið tilbúin að lána Trump stórar upphæðir þrátt fyrir röð gjaldþrota fyrirtækja hans undanfarna tvo áratugi. Þegar Trump varð forseti er hann sagður hafa skuldað þýska bankanum um 300 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 37 milljarða íslenskra króna. Nokkrar rannsóknir standa yfir á fjármálum Trump og hafa forsetinn og fjölskylda hans stefnt bankanum í tilraun til að koma í veg fyrir að hann afhendi rannsakendum gögn um fjármál þeirra. Umfangsmikil peningaþvættismál hafa skekið stóra banka víða um heim undanfarin misseri. Breski bankinn HSBC greiddi 1,9 milljarða dollara í sekt til að komast hjá saksókn fyrir að hafa leyft mexíkóskum glæpagengjum að þvætta hundruð milljóna dollara í það minnsta í útibúum bankans þar árið 2012. Á Norðurlöndunum hafa bankar eins og Danske bank, Swedbank og Nordea verið sakaðir um stórfellt peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00 Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00 Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33 Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. 2. febrúar 2019 21:00
Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. 21. nóvember 2018 09:00
Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleitir í sex skrifstofuhúsnæðum Deutsce Bank í Frankfurt í dag. 29. nóvember 2018 12:33
Trump sagður hafa falsað skjöl er hann reyndi að kaupa NFL-félag Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, kom víða við á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 28. febrúar 2019 14:30
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53