Fótbolti

Landsliðsþjálfari Þýskalands missir af júníleikjunum eftir slys í lyftingasalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joachim Löw.
Joachim Löw. Vísir/Getty
Þetta hefur ekki verið gott ár fyrir Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, og ekki batnaði það mikið á dögunum.

Joachim Löw getur ekki stýrt þýska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í næsta mánuði og ástæðan er hans eigin klaufaskapur.

Þýska blaðið Bild sagði frá því að Joachim Löw verði að taka sér veikindaleyfi í leikjunum á móti Hvíta-Rússlandi og Eistlandi.

Löw varð fyrir því óláni að slasa sig í lyftingasalnum þegar hann missti handlóð á bringuna sér.



Hinn 59 ára gamli Joachim Löw er af þeim sökum úr leik í verkefni Þýskalands í næsta mánuði.

„Mér líður strax betur en ég þarf að hvílast í fjórar vikur,“ sagði Joachim Löw við blaðamann Bild.

„Ég er í stöðugu sambandi við þjálfarateymið mitt og verði í símasambandi við þá í báðum leikjum,“ sagði Löw.

„Marcus Sorg, Andy Köpke og Oliver Bierhoff hafa allir mikla reynslu og þeir munu komast vel í gegnum þetta,“ sagði Löw.

Joachim Löw tók við þýska landsliðinu eftir HM 2006 og gerði liðið að heimsmeisturum sumarið 2014. Á HM í fyrr datt liðið aftur á móti út í riðlakeppninni og ekki gekk mikið betur hjá liðinu í Þjóðadeildinni.

Þýska landsliðið vann fyrsta leikinn sinn í undankeppninni sem var 3-2 útisigur á Hollendingum. Norður-Írar sitja í efsta sæti riðilsins eftir heimasigra á Eistum og Hvít-Rússum, mótherjum Þjóðverja í komandi leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×