Rafmagn er aftur komið á á Húsavík, en enn er rafmagnslaust í sveitunum í kring eftir að bilun kom upp í spenni í Laxá.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er unnið að því að koma varaafli á svæðið og er reiknað með að rafmagn verði komið á í sveitum í kringum hádegi.
Bilunin varð á fimmta tímanum í nótt .

