Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 18:42 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjármálaáætlunar fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05