Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2019 14:39 Meistarinn þakkar fyrir sig. vísir/getty SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni. Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
SG Flensburg-Handewitt er þýskur meistari í handbolta eftir að hafa unnið 27-24 sigur á Bergrischer í síðustu umferð deildarinnar í dag. Flensburg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8, en mest náðu Bergrischer að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki og mikill fögnuður Flensburg í leikslok.Die SG Flensburg-Handewitt ist Deutscher Handballmeister 2019. Glückwunsch! pic.twitter.com/M3aigIq2nd — Christian Woop (@ChristianWoop) June 9, 2019 Svíinn Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk en markahæstur Bergrischer var Arnór Þór Gunnarsson með átta mörk. Bergrischer endar í sjöunda sætinu. Alfreð Gíslason kveður þýska boltann með silfri en Kiel endaði tveimur stigum á eftir Flensburg á toppnum. Alfreð og lærisveinar hans unnu 30-26 sigur á Hannover-Burgdorf í síðustu umferðinni. Alfreð hefur verið þjálfari Kiel frá því 2008 en tilkynnti að nú væri hann hættur eftir þetta tímabil. Kiel tapaði einungis þremur leijkum í deildinni en náði hins vegar ekki að vinna titilinn.pic.twitter.com/ym3J0FV9t4 — THW Kiel (@thw_handball) June 9, 2019 Guðjón Valur Sigurðsson var einnig að kveðja þýska boltann en hann er að ganga í raðir PSG. Rhein-Neckar Löwen tapaði 28-26 gegn Leipzig en Guðjón endaði með stæl; var markahæstur með tíu mörk. Löwen endar í fjórða sætinu. Það verður enginn Evrópubolti í Berlín á næsta ár en Füchse Berlin tapaði fyrir Wetzlar, 27-25, í lokaumferðinni í dag og endar Berlínarliðið því í sjötta sætinu. Bjarki Már Elísson er að kveðja Refina en hann gengur í raðir Lemgo en landsliðsmaðurinn skoraði eitt mark í kveðjuleiknum sínum í dag.Wir treten heute zum letzten Spieltag der Saison beim SC DHfK Leipzig an. Das Spiel wird live von Sky übertragen, wie immer tickern wir aber auch hier für euch mit. Impressionen aus der Halle gibt's auf Instagram.#1team1ziel#loewenlivepic.twitter.com/K94589UnHD — Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) June 9, 2019 Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen enda í 9. sæti deildarinnar eftir 28-27 sigur á 1898 Stuttgart. Flottur árangur hjá Erlingi. Hannes Jón Jónsson og félagar í Bietigheim eru fallnir niður í þýsku B-deildina eftir jafntefli gegn Gummersbach í lokaumferðinni. Bæði lið falla um deild eftir jafnteflið eftir að Friesenheim vann eins marks sigur á Minden. Þetta er í fyrsta sinn sem Gummersbach spilar í B-deildinni.
Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira