Prjónakonur setja lit sinn á Blönduós um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 12:30 Góð stemming er á Prjónagleðinni á Blönduósi og mikið af fólki á staðnum vegna hátíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“. Blönduós Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“.
Blönduós Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira