Isavia gerir ráð fyrir verulegri fækkun farþega Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 7. júní 2019 14:12 Frá morgunfundi um farþegaspá Isavia en þar á bæ gera menn ráð fyrir verulegri fækkun farþega eða um um 388 þúsund milli ára. visir/vilhelm Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15