Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss er alls ekki sáttur við nýjustu verðlagskönnun ASÍ. fréttblaðið/sigtryggur ari Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira