Hlýðir á Víking Heiðar og heimsækir meðal annars Árbæjarsafn og Vestmannaeyjar Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2019 12:40 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Elke Büdenbender forsetafrú. Getty Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Elke Büdenbender forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku ásamt fylgdarliði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þar segir að gert sé ráð fyrir að þau dvelji hér dagana 12. og 13. júní en haldi af landi brott föstudaginn 14. júní. Steinmeier tók við embætti forseta Þýskalands í mars 2017 en hafði áður gegnt embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Í tilkynningunni segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10, miðvikudaginn 12. júní. Forseti Íslands mun síðan eiga fund með forseta Þýskalands og forsetarnir ræða við blaðamenn eftir það. „Í kjölfarið taka við hádegisverður í Marshallhúsinu í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heimsókn í Alþingi og fundur með forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Síðdegis opnar forseti Þýskalands formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Eliza Reid forsetafrú og Elke Büdenbender forsetafrú Þýskalands munu heimsækja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð fyrir hádegi og stoðtækjafyrirtækið Össur eftir hádegið. Loks bjóða forseti Íslands og forsetafrú til stuttra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Eldborg og síðan hátíðarkvöldverðar á Kolabrautinni miðvikudaginn 12. júní. Fimmtudaginn 13. júní halda gestirnir í Hellisheiðarvirkjun og fræðast um jarðhitanýtingu auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls í fylgd skólanema úr Hvolsskóla þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Þaðan verður haldið að Landeyjahöfn og siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði, þar á meðal Eldheima, fiskiskip og nýja hitaveitu, sem opnuð var formlega í bænum fyrir skömmu, auk þess sem þau ganga með fylgdarliði sínu á Eldfell,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Þýskaland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Elke Büdenbender forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku ásamt fylgdarliði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þar segir að gert sé ráð fyrir að þau dvelji hér dagana 12. og 13. júní en haldi af landi brott föstudaginn 14. júní. Steinmeier tók við embætti forseta Þýskalands í mars 2017 en hafði áður gegnt embætti utanríkisráðherra landsins á árunum 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Í tilkynningunni segir að heimsóknin hefjist með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum klukkan 10, miðvikudaginn 12. júní. Forseti Íslands mun síðan eiga fund með forseta Þýskalands og forsetarnir ræða við blaðamenn eftir það. „Í kjölfarið taka við hádegisverður í Marshallhúsinu í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heimsókn í Alþingi og fundur með forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Síðdegis opnar forseti Þýskalands formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Eliza Reid forsetafrú og Elke Büdenbender forsetafrú Þýskalands munu heimsækja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð fyrir hádegi og stoðtækjafyrirtækið Össur eftir hádegið. Loks bjóða forseti Íslands og forsetafrú til stuttra tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Eldborg og síðan hátíðarkvöldverðar á Kolabrautinni miðvikudaginn 12. júní. Fimmtudaginn 13. júní halda gestirnir í Hellisheiðarvirkjun og fræðast um jarðhitanýtingu auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls í fylgd skólanema úr Hvolsskóla þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Þaðan verður haldið að Landeyjahöfn og siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði, þar á meðal Eldheima, fiskiskip og nýja hitaveitu, sem opnuð var formlega í bænum fyrir skömmu, auk þess sem þau ganga með fylgdarliði sínu á Eldfell,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Þýskaland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira