Langt þar til þingmenn komast í frí Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Pakkinn er 7. mál á dagskrá í dag. Vísir/Vilhelm Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira