Hafa áhyggjur af geðheilsu og snjallsímanotkun í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2019 07:45 Í Öldutúnsskóla eru snjallsímar bannaðir á skólatíma. Fréttablaðið/Anton Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira