Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira