Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels