Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 14:43 Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. MYND/ERLING ÓLAFSSON „Lúsmýið á eftir að dreifast um allt land og er komið til að vera. Fólk verður að sætta sig við það,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um þetta bitmý sem hefur gert íbúum á suðvesturhorni landsins lífið leitt í blíðviðrinu undanfarnar vikur. Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því, fyrst fór lúsmýið að gæða sér á Mosfellsbæingum en um helgina bárust tilkynningar frá íbúum í Laugardal sem voru illa leiknir eftir væran nætursvefn þar sem þessi vargur lét á sér kræla.Varnir og lyf vegna bits hafa verið uppseld í apótekum en fregnir hafa einnig borist af lúsmýi á Akranesi. Gísli segir lúsmýið þrífast best þar sem eru lækir og vötn. Lifrurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin leggjast á spendýr. „Þetta eru eins og rykagnir, illsjáanlegar, einn til tveir millimetrar á stærð. Þær smjúga undir hárið, ermar og skálar og undir sængur þegar fólk sefur á nóttunni. Ef það er stillt veður þá er alltaf hætt við þessu en ef það hreyfir vind ráða þær ekkert við það og leggjast í gras,“ segir Gísli.Óvænt hve útbreiðslan hefur gengið hægt Það kemur Gísla á óvart hve útbreiðslan á lúsmýinu hefur gengið hægt fyrir sig. Miðað við að lúsmýsins varð fyrst vart í Kjósinni fyrir fjórum árum hefði hann haldið að þær hefðu átt að vera komnar fyrr í borgina. „Með þessum áframhaldi líða ekki mörg ár þar til þetta verður komið út um allt land, þrjátíu ár kannski,“ segir Gísli. Hann segir lúsmýið berast hingað til landsins með vindi frá Evrópu.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINN„Þær eru mjög algengar í Skotlandi. Veðrið á Íslandi í dag er ekki ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum. Þær eru líka skæðar á Norðurlöndunum. Það tekur þær ekki nema tvo sólarhringa að fjúka hingað og þannig komu flest skordýr til Íslands áður en maðurinn settist hér að fyrir ellefu hundruð árum,“ segir Gísli en ummerki um skordýr hér á landi hafa sést við rannsóknir á setlögum. Í dag berast skordýr enn með vindi auk þess sem maðurinn ber talsvert með sér með ferðalögum og innflutningi á vörum.Sprauta munnvatni í háræðar Hann segir lúsmýið gera lítið annað af sér en að verða sér úti um fæðu þegar það leggst á mannfólkið. Lúsmýið sýgur blóð úr háræðum fólks en um leið og þær stinga sprauta þær munnvatni í háræðarnar sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Margir eru hreinlega með ofnæmi fyrir lúsmýi og líta sumir út eins og þeir séu með hlaupabólu eftir að hafa deilt rúmi með þessari óværu. Hann segir dæmi um að sum spendýr, þar á meðal maðurinn, geti framleitt efni náttúrlega sem kemur í veg fyrir að bitmý á borð við lúsmý og moskítóflugur finni lyktina af koltvísýringi þegar við öndum.Vifta á náttborðið Til að verjast þessum ófögnuði segir Gísli best að halda sig frá skóglendi og votum svæðum þar sem þessar flugur halda til. Ef vart verður við þær í byggð er best að setja sterka viftu á náttborðið því þær ráða illa við blásturinn. Þá sé brýnt að reyna að koma í veg fyrir að þessi kvikindi komist inn í húsið og þarf þá að setja fínt net í gluggafög þegar sofið er svo hægt sé að fá ferskt loft inn á heimilið. Gísli segir lúsmýið fyrst og fremst ráðast til atlögu á kvöldin og í ljósaskiptunum þar sem fólk er sem minnst á hreyfingu. Hann bendir á að aðrar þjóðir hafi lifað við þetta til fjölda ára og Íslendingar þurfi að gera sér að góðu að venjast því. Gísli segir að Íslendingar séu þó sérstaklega viðkvæmir fyrir þessum bitum því á Íslandi eru tiltölulega fáar tegundir sem bíta menn. Helst eru það fuglaflær sem herja á menn og fer veggjalús fjölgandi hér á landi með auknum ferðalögum til Austur Evrópu. Bitmý hefur hins vegar ávallt lagst á Íslendinga við lítinn fögnuð. „Við erum bara of berskjölduð þegar kemur að skordýrum,“ segir Gísli. Dýr Lúsmý Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
„Lúsmýið á eftir að dreifast um allt land og er komið til að vera. Fólk verður að sætta sig við það,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um þetta bitmý sem hefur gert íbúum á suðvesturhorni landsins lífið leitt í blíðviðrinu undanfarnar vikur. Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því, fyrst fór lúsmýið að gæða sér á Mosfellsbæingum en um helgina bárust tilkynningar frá íbúum í Laugardal sem voru illa leiknir eftir væran nætursvefn þar sem þessi vargur lét á sér kræla.Varnir og lyf vegna bits hafa verið uppseld í apótekum en fregnir hafa einnig borist af lúsmýi á Akranesi. Gísli segir lúsmýið þrífast best þar sem eru lækir og vötn. Lifrurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin leggjast á spendýr. „Þetta eru eins og rykagnir, illsjáanlegar, einn til tveir millimetrar á stærð. Þær smjúga undir hárið, ermar og skálar og undir sængur þegar fólk sefur á nóttunni. Ef það er stillt veður þá er alltaf hætt við þessu en ef það hreyfir vind ráða þær ekkert við það og leggjast í gras,“ segir Gísli.Óvænt hve útbreiðslan hefur gengið hægt Það kemur Gísla á óvart hve útbreiðslan á lúsmýinu hefur gengið hægt fyrir sig. Miðað við að lúsmýsins varð fyrst vart í Kjósinni fyrir fjórum árum hefði hann haldið að þær hefðu átt að vera komnar fyrr í borgina. „Með þessum áframhaldi líða ekki mörg ár þar til þetta verður komið út um allt land, þrjátíu ár kannski,“ segir Gísli. Hann segir lúsmýið berast hingað til landsins með vindi frá Evrópu.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINN„Þær eru mjög algengar í Skotlandi. Veðrið á Íslandi í dag er ekki ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum. Þær eru líka skæðar á Norðurlöndunum. Það tekur þær ekki nema tvo sólarhringa að fjúka hingað og þannig komu flest skordýr til Íslands áður en maðurinn settist hér að fyrir ellefu hundruð árum,“ segir Gísli en ummerki um skordýr hér á landi hafa sést við rannsóknir á setlögum. Í dag berast skordýr enn með vindi auk þess sem maðurinn ber talsvert með sér með ferðalögum og innflutningi á vörum.Sprauta munnvatni í háræðar Hann segir lúsmýið gera lítið annað af sér en að verða sér úti um fæðu þegar það leggst á mannfólkið. Lúsmýið sýgur blóð úr háræðum fólks en um leið og þær stinga sprauta þær munnvatni í háræðarnar sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Margir eru hreinlega með ofnæmi fyrir lúsmýi og líta sumir út eins og þeir séu með hlaupabólu eftir að hafa deilt rúmi með þessari óværu. Hann segir dæmi um að sum spendýr, þar á meðal maðurinn, geti framleitt efni náttúrlega sem kemur í veg fyrir að bitmý á borð við lúsmý og moskítóflugur finni lyktina af koltvísýringi þegar við öndum.Vifta á náttborðið Til að verjast þessum ófögnuði segir Gísli best að halda sig frá skóglendi og votum svæðum þar sem þessar flugur halda til. Ef vart verður við þær í byggð er best að setja sterka viftu á náttborðið því þær ráða illa við blásturinn. Þá sé brýnt að reyna að koma í veg fyrir að þessi kvikindi komist inn í húsið og þarf þá að setja fínt net í gluggafög þegar sofið er svo hægt sé að fá ferskt loft inn á heimilið. Gísli segir lúsmýið fyrst og fremst ráðast til atlögu á kvöldin og í ljósaskiptunum þar sem fólk er sem minnst á hreyfingu. Hann bendir á að aðrar þjóðir hafi lifað við þetta til fjölda ára og Íslendingar þurfi að gera sér að góðu að venjast því. Gísli segir að Íslendingar séu þó sérstaklega viðkvæmir fyrir þessum bitum því á Íslandi eru tiltölulega fáar tegundir sem bíta menn. Helst eru það fuglaflær sem herja á menn og fer veggjalús fjölgandi hér á landi með auknum ferðalögum til Austur Evrópu. Bitmý hefur hins vegar ávallt lagst á Íslendinga við lítinn fögnuð. „Við erum bara of berskjölduð þegar kemur að skordýrum,“ segir Gísli.
Dýr Lúsmý Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“