17. júní er uppáhaldsdagur íslenska fánans Kristín Dís Ingilínardóttir skrifar 18. júní 2019 06:15 Íslenski fáninn blakti víða á 17. júní en veðurblíðan lék við landann þennan þjóðhátíðardaginn. Fréttablaðið/Valli Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn. 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn.
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira