Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 16:52 Breiðafjarðarferjan Baldur er í eigu Sæferða. vísir/gva Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Samgöngur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Samgöngur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira