Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2019 06:15 "Til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið,“ spyr Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira