Steikin má vera rauð að innan Ari Brynjólfsson skrifar 13. júní 2019 09:11 Gen af eiturberandi E.coli fannst í þriðjungi sýna af lambakjöti. Lifandi baktería var í 16 prósentum sýna. Fréttablaðið/Stefán Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Gen af eiturberandi E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þetta kemur fram í niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Sýnin voru tekin frá mars til desembermánaðar í fyrra. Skimun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður en markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Tekin voru um 600 sýni af kjöti af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, af innlendum eða erlendum uppruna. Skimað var fyrir salmonellu, kampýlóbakter ásamt shigatoxinmyndandi E.coli, en um er að ræða afbrigði E.coli sem getur myndað eiturefnið shigatoxín.Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður um neytendavernd hjá MAST.Tekin voru 148 sýni af lambakjöti, fundust gen af STEC-afbrigði, shigatoxinmyndandi E. coli, í þriðjungi sýnanna. Þar af fannst lifandi baktería sem bar eiturefni í 16 prósentum sýnanna. Gen fundust í 17 sýnum af 148 í nautgripakjöti, þar af voru átta með lifandi bakteríum sem báru eiturefnið. Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá MAST, segir þetta tiltölulega háa tíðni, einkum í lamba- og kindakjöti. Ástæða sé til að vakta stöðuna. „Við höldum áfram í ár að fá upplýsingar um stöðuna, við metum það svo í lok árs hvort við höldum áfram eða hvort við ættum að bíða í einhvern tíma og sjá hvort það verði einhver breyting,“ segir Dóra. „Við vitum ekkert hvernig þetta hefur verið. Það getur verið að þetta hafi verið svona lengi.“ Góðu fréttirnar eru að salmonella og kampýlóbakter greindust ekki í þeim sýnum af kjúklingakjöti sem tekin voru á markaði 2018. Salmonella greindist í einu sýni af svínakjöti sem var af erlendum uppruna. Telur MAST það benda til þess að forvarnir og eftirlit skili árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir niðurstöðurnar sláandi og sýna að umræðan hafi verið á villigötum. „Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli,“ segir Þórólfur. Shigatoxínmyndandi E.coli-bakteríur geta valdið sjúkdómum, segir Þórólfur, en að það séu þó mjög sjaldgæfir sjúkdómar með fáum tilfellum á ári. „Þessar bakteríur geta valdið sýkingum og það er sláandi að svona mikið af þessum bakteríum skuli finnast í íslensku lambakjöti og jafnvel nautakjöti. Þrjátíu prósent af lambakjöti og ellefu prósent af nautakjöti, þetta er mikill fjöldi.“ Fram kemur í skýrslu MAST að bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því sé mikilvægt að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. Þórólfur segir að þetta þýði ekki að fólk eigi að forðast blóðugar steikur. „Þessar bakteríur eru yfirleitt á yfirborðinu, bæði á nauta- og lambakjöti. Það er ekki gott að borða kjötið hrátt en það ætti að vera í lagi að elda steikina medium rare.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Neytendur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira