Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 08:37 Jessica Biel og Robert F. Kennedy yngri. Instagram Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel hefur gengið til liðs við lögmanninn Robert F. Kennedy yngri í baráttu hans gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. Kennedy sagði við bandaríska fjölmiðilinn The Daily Beast að þau Biel væru á móti þeirri pólitísku skriffinsku sem fylgir frumvarpinu og mun neyða börn til að gangast undir bólusetningu. Hann og Jessica Biel fóru í þinghúsið í Kaliforníu á þriðjudag þar sem þau viðruðu áhyggjur sínar af frumvarpinu við ráðamenn. Jessica Biel er 37 ára gömul en hún hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum á borð við The Illusionist, The A Team og Total Recall en í fyrra var hún tilnefnd til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttunum The Sinner. Hún er gift tónlistarmanninum og leikaranum Justin Timberlake. View this post on InstagramPlease say thank you to the courageous @jessicabiel for a busy and productive day at the California State House. A post shared by Robert F. Kennedy Jr. (@robertfkennedyjr) on Jun 11, 2019 at 6:27pm PDT Að mati Kennedy mun frumvarpið taka valdið úr höndum lækna sem hafa metið börn of veikburða til að vera bólusett. „Þetta frumvarp myndi ómerkja ákvörðun læknisins og börnin verða neydd í bólusetningu,“ sagði Kennedy. Hann sagði að Jessica Biel væri þeirrar skoðunar að frumvarpið boðaði mikla grimmd í garð barna og að hún ætti vini sem sæju fram á að þurfa að flytja úr Kaliforníuríki verði frumvarpið að lögum. Stuðningsmenn frumvarpsins benda á að frumvarpið tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Kennedy er þekktur fyrir baráttu sína gegn bólusetningu en hann hefur skrifað greinar og gefið út bækur þar sem hann heldur því fram að bólusetningar valdi einhverfu, en það er staðhæfing sem hefur verið hrakin af mörgum vísindamönnum. Í síðasta mánuði lýstu Kathleen Kennedy Townsend, Joseph P. Kennedy og Maeve Kennedy McKean því opinberlega yfir að ættingi þeirra, Robert Kennedy yngri, hefði dreift hættulega villandi upplýsingum á samfélagsmiðlum og að hann sé sekur um að sá efasemdarfræjum um vísindin sem búa að baki bólusetningum.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira