Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 23:06 Sjálfstæðisfélagið segir fjárhagslegar forsendur ekki liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar. Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar.
Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15