Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Ari Brynjólfsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða „Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Sykur veldur ekki krabbameini beint, en það eru mjög margar rannsóknir sem sýna að ef þú drekkur mjög mikið af sykruðum gosdrykkjum ýti það undir þyngdaraukningu. Og of mikil þyngd, of mikil söfnun líkamsfitu, eykur áhættuna á krabbameini. Þetta er ákveðin keðjuverkun,“ segir Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Segir hún fjölda rannsókna sýna fram á tengsl milli offitu og krabbameina, og að aukin líkamsþyngd sé staðfestur áhættuþáttur 12 tegunda krabbameina, þar á meðal í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti aðgerðaáætlun Landlæknis til að draga úr sykurneyslu fyrir ríkisstjórninni fyrir skömmu. Í áætluninni, sem unnin var að beiðni ráðherra, er lagt til að skattar á gosdrykki og sælgæti hækki um allt að 20 prósent. Á sama tíma á að lækka álögur á ávexti og grænmeti. Sitt sýnist hverjum um málið, en Krabbameinsfélagið styður sykurskattinn heilshugar.Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins „Krabbameinsfélagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neysluskattum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka.“FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Félagið fagnar öllum aðgerðum sem draga úr fjölda krabbameina. Alþjóðastofnanir mæla með sykurskatti, neyslusköttum og stjórnvaldsaðgerðum, af því að þær virka,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Segir hún að þær forvarnaraðgerðir sem Íslendingar hafi ráðist í með góðum árangri, þá sérstaklega í reykingum, hafi falið í sér hækkanir og að draga úr sýnileika. Jóhanna segir brýnt að draga úr sykurneyslu Íslendinga, sérstaklega í gegnum gosdrykkju. „Að drekka sykur er allt annað en að borða sykur. Það er eins og líkaminn verði ekki saddur við að drekka hitaeiningar. Sama hvernig á þetta er horft þá eru sykruðu gosdrykkirnir efstir á blaði þegar kemur að því að ýta undir þyngdaraukningu.“ Krabbamein er nú algengasta ótímabæra dánarorsök Íslendinga og má þriðji hver Íslendingur vænta þess að fá krabbamein á ævinni. „Vitað er að koma mætti í veg fyrir fjögur af hverjum 10 krabbameinum með forvörnum. Það mætti koma í veg fyrir að rúmlega þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum með því að helminga þann fjölda Íslendinga sem eru of þungir,“ segir Jóhanna. „Það getur tekið tugi ára fyrir þetta að hafa áhrif á fækkun krabbameina.“ Nefnir Jóhanna sem dæmi að það á enn eftir að koma niðursveifla í lungnakrabbameinum, sérstaklega hjá konum, í kjölfar fækkunar einstaklinga sem reykja. „Þeir sem reyktu mikið á síðustu öld eru núna að fá lungnakrabbamein. Varðandi aðgerðaáætlunina segir Jóhanna það gleymast í umræðunni að það eigi að lækka verð á ávöxtum og grænmeti. „Það að borða ávexti og grænmeti minnkar líkur á krabbameinum, það er eitthvað sem er mjög jákvætt við sykurskattinn. Bæði er það gott fyrir jörðina og það er sérstök vernd gegn krabbameinum,“ segir Jóhanna. „Rannsóknir sýna að skattlagning á sykraðar vörur virkar ef hún er áþreifanleg og með lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla. 27. júní 2019 13:05
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30