Sendir mál ALC aftur til Landsréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:10 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar í máli flugvélaleigunnar ALC gegn Isavia. Málinu er vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar, ekki síst í ljósi þess að „að með hinum kærða úrskurði var í verulegum atriðum vikið frá réttri meðferð málsins,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti farþegaþotu í eigu ALC þegar WOW air varð gjaldþrota í lok mars sem tryggingu fyrir skuldum fallna flugfélagsins vegna flugvallargjalda og annarrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. ALC lagði í kjölfarið fram aðfararbeiðni um miðjan apríl þar sem fyrirtækið krafðist þess að Isavia léti vélina af hendi. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja þotuna en aðeins vegna gjalda sem tengdust þotunni sjálfri, um 80 milljónum króna, en ekki fyrir allri skuld WOW air sem sögð er um tveir milljarðar króna, Landsréttur komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að ISAVIA mætti halda flugvélinni vegna heildarskuldar WOW air, ekki eingöngu þeirra sem tengdust flugvélinni sem ALC vill fá afhenta. Flugvélaleigufyrirtækið kærði úrskurð Landsréttar til Hæstarétts sem kvað upp dóm sinn í gær.Óheimilt að krukka í forsendum Þar er þess getið að það hafi verið ISAVIA sem kærði úrskurð héraðsdóms vegna málskostnaðar, en ekki ALC. Þegar fyrir Landsrétt var komið hafi ALC gert varakröfu um að kærði úrskurðurinn yrði staðfestur - rétt eins og ISAVIA, sem þó fór fram á að forsendum úrskurðarins yrði breytt. Á það féllst Landsréttur.Hæstiréttur taldi hins vegar að Landrétti hefði borið að verða við kröfu ISAVIA um synjun aðfaragerðar, án þess að þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til röksemda fyrir henni og leysa einvörðungu úr ágreiningi aðilanna um málskostnað. „Í þeirri úrlausn hefði engu getað breytt hvort röksemdir fyrir niðurstöðu héraðsdóms um önnur atriði kynnu í einhverju að hafa þótt ekki geta staðist,“ segir í dómi Hæstaréttar og bætt við: „Var því talið að með hinum kærða úrskurði hefði í verulegum atriðum verið vikið frá réttri meðferð málsins og því óhjákvæmilegt án kröfu að ómerkja úrskurðinn og vísa málinu á ný til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20 Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
ALC fær að kæra til Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands hefur gefið flugvélaleigufyrirtækinu ALC leyfi til að áfrýja úrskurði Landsréttar í máli fyrirtækisins gegn Isavia. 19. júní 2019 14:20
Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. 11. júní 2019 07:42
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52