Katrín segir Katrínu á villigötum Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 08:45 Katrín og Katrín. Hafi forsætisráðherra ætlað með könnun á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar viljað sefa reiði þeirra sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá forsmáða, er ljóst að hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent