Stöðvaði gröfu VesturVerks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2019 06:00 Elías S. Kristinsson. Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30
Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55