Innlent

Þrír handteknir vegna heimilisofbeldis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun.
Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gær sem grunaðir eru um líkamsárás eða heimilisofbeldi. Misalvarlegir áverkar voru á þolendum. Gerendur voru vistaðir í fangageymslu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu að matvöruverslun í Kópavogi. Öryggisvörður hafði þar afskipti af konu sem var grunuð um þjófnað. Konan brást illa við og minniháttar átök enduðu með því að konan beit öryggisvörðinn í handlegg.

Öryggisvörðurinn þurfti að leita á slysadeild. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð þar sem hún viðurkenndi þjófnað.

Alls voru 63 mál bókuð hjá lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær og þangað til fimm í morgun. Þá voru þrír handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru látnir lausir að lokinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×