Lagði áherslu á vináttuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 10:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor háskólans á Bifröst, og Thelma Rós. Mynd/James Becker Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Hátíðarbragur var á útskriftarathöfn Háskólans á Bifröst í Borgarfirði sem fram fór síðasta laugardag og bjart yfir öllu. Karlakórinn Söngbræður setti svip á athöfnina, með undirleik Birgis Þórissonar. Vilhjálmur Egilsson rektor sagði í ræðu sinni meðal annars að skólinn væri nemendadrifinn og persónulegur. „Við lítum á nemendur okkar sem einstaklinga en ekki kennitölur,“ sagði hann og bætti við að á hverju ári væri boðið upp á nýjungar í námsframboði, sumar féllu í kramið, aðrar ekki. Ýmsar tilfinningar hafa ugglaust bærst meðal nemendanna sem lifað hafa saman súrt og sætt um hríð og héldu svo hver í sína áttina. Það lagði Thelma Rós Kristinsdóttir úr Hveragerði að minnsta kosti áherslu á í ræðu sem hún hélt fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust úr háskólagáttinni, brú milli framhalds-og háskólanáms. „Ég lagði áherslu á vináttuna sem skapaðist milli fólks í skólanum, hún er eitthvað sem maður tekur með sér út í lífið en ekki bara stærðfræðiformúlur eða annar fróðleikur,“ segir hún þegar slegið er á þráðinn til hennar. Thelma Rós kveðst hafa farið á námskynningu á Bifröst í fyrrasumar til að kynna sér háskólagáttina og algerlega heillast af staðnum. „Það var svo vel tekið á móti manni að það var ekki hægt annað en skrá sig,“ segir hún og heldur áfram. „Það er óhætt að mæla með þessu námi þó maður telji sig ekki hafa mikið í það, á staðnum er allt til alls, allir tilbúnir að hjálpa, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur, ef nemandinn sýnir vilja til að komast í gegn. Ég þekki það sjálf, ég átti við mikla námsörðugleika að stríða sem barn, er illa lesblind og kann enn minna í stærðfræði en þarna fékk ég utanumhaldið sem mig vantaði til að ná mínum markmiðum.“ Eins og vænta má er Thelma Rós þegar búin að skrá sig í nám næsta vetur á Bifröst, nú í opinberum stjórnsýslufræðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira