Að fá að deyja með reisn Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. júní 2019 08:00 Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun