Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:17 Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45