Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:17 Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle, er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að súdanski herinn verði að binda enda á kúgun sína á mótmælendum, opna aftur fyrir netaðgang og leyfa alþjóðlegum eftirlitsmönnum að koma til landsins. Rúmlega hundrað mótmælendur hafa verið drepnir í þessum mánuði. Herinn hefur stýrt Súdan frá því að hann steypti Omar al-Bashir forseta af stóli 11. apríl. Samkomulag hafði náðst á milli herforingjanna og stjórnarandstöðunnar um aðlögunartímabil áður en borgaralegri stjórn yrði komið aftur á. Það samkomulag fór út um þúfur þegar herinn reyndi að tvístra hópi mótmælenda sem hefur haldið til nærri höfuðstöðvum hans í höfuðborginni Khartoum 3. júní. Mótmælendur fullyrða að 128 þeirra hafi verið drepnir en herinn telur 61 hafa fallið, þar á meðal þrír hermenn. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að hún hafi heimildir fyrir því að fleiri en hundrað mótmælendur hafi verið drepnir og fjöldi særður, að því er segir í frétt Reuters. Í opnunarræðu þriggja vikna fundarhalda mannréttindaráðsins í Genf í dag sagði hún að súdanskar öryggissveitir hefðu staðið fyrir „hrottalegri herferð“ gegn mótmælendum. Krafðist hún þess að alþjóðlegir mannréttindaeftirlitsmenn fengju aðgang að landinu. Eþíópísk stjórnvöld hafa reynt að miðla málum á milli súdanska hersins og mótmælenda. Þeir síðarnefndu féllust á áætlun þeirra um hvernig borgaralegri stjórn yrði komið aftur á í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Herinn hefur ekki enn tekið afstöðu til áætlunarinnar.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45