Íslendingar jákvæðir í garð Evrópusambandsins 22. júní 2019 08:00 40,7 prósent segjast vera jákvæð gagnvart ESB Vísir/EPA Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira