Eitt leyfisbréf og framhald málsins Guðríður Arnardóttir skrifar 21. júní 2019 13:43 Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar