Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:45 Donald Trump fundaði með forsætisráðherra Kanada í gær. Á myndinni má sjá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, sem hefur sagt að þjóð sín vilji forðast vopnuð átök við Íran. Við hlið hans er þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, sem er einarður stuðningsmaður þess að Bandaríkin ráðist inn í Íran og velti stjórnvöldum í Teheran úr sessi. Getty/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í gær sagður hafa samþykkt loftárásir á Íran. Honum á hins vegar að hafa snúist hugur á meðan sprengjuflugvélarnar voru í loftinu og orrustuskip í stellingum til að gera árás, án þess þó að skotum væri hleypt af. New York Times greinir frá þessu og hefur eftir háttsettum embættismanni í Hvíta Húsinu, rétt eins og Washington Post. Viðmælendur miðlanna eru sagðir hafa farið fram á nafnleynd því þeir væru að tjá sig um viðkvæmt þjóðaröryggismál. Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump á að hafa dregið ákvörðun sína til baka en Íranir skutu niður eftirlitsdróna Bandaríkjahers í gær og ætla má að loftárásirnar eigi að hafa verið svar við því. Forsetinn fundaði með leiðtogum flokkanna í báðum deildum bandaríska þingsins í gær, rétt eins og öryggisráðgjöfum sínum, en engin formleg yfirlýsing um næstu skref Bandaríkjanna í harðnandi deilum við Írani lá fyrir að fundahöldunum loknum. Ekkert hefur heldur heyrst frá stjórnvöldum í Teheran. Bandarísk flugmálayfirvöld sendu hins vegar út neyðartilkynningu á bandarísk flugfélög í gær þar sem þau eru vöruð við því að fljúga í gegnum íranska lofthelgi. Er það vegna aukinnar hættu á hernaðarátökum á svæðinu og pólitískrar ólgu, eins og það er orðað í tilkynningunni.Watch the latest video at foxnews.comFréttaflutningur af samþykktum loftárásum stangast á við yfirlýsingar Trumps við fjölmiðlamenn í gær. Þar lét hann í veðri vaka að bandaríski dróninn gæti að hafa verið skotinn niður án vitneskju íranskra stjórnvalda. Hann lýsti árásinni sem miklum mistökum og að hann tryði því varla að hún hafi verið framkvæmd af ásettu ráði. Aðspurður um hvort Bandaríkin myndu gera gagnárás sagði Trump „Við skulum sjá hvað gerist.“ Bandaríkjamenn hafa þó fleiri horn í síðu Írana. Þeir hafa til að mynda sakað stjórnvöld í Teheran um skemmdarverk á olíuflutningaskipum í Ómanflóa og ætla að fjölga í herliði sínu á svæðinu. Íranir segja Bandaríska drónann hafa vanvirt íranska lofthelgi og ætla að auka á byrgðir sínar af auðguðu úrani. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa auk þess versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi.
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15 Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Bandaríkin birtu myndband og segja tundurdufl hafa hæft olíuflutningaskip á Ómanflóa. Forstjóri skipafélagsins segir það ómögulegt. Írönum kennt um en þarlend stjórnvöld neita alfarið sök. Áhyggjum lýst af aukinni spennu. 15. júní 2019 07:15
Trump segir Írani hafa gert stór mistök með því að skjóta niður drónann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld í Íran hafi gert stór mistök þegar eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers var skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. 20. júní 2019 19:36
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01